Fótbolti

Kaka frá í þrjá mánuði?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka í leik með AC Milan.
Kaka í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Kaka verði frá í þrjá mánuði vegna meiðsla en hann missti af leik AC Milan og Juventus í gær.

Ítalskir fjölmiðlar hafa sagt að Kaka sé frá vegna kviðslita en sjálfur segir hann að ástandið sé ekki svo slæmt.

„Þetta er ekki svo alvarlegt. Skoðunin í dag leiddi í ljós að ég er bólginn á þessu svæði, í kringum mjaðmagrindina. Ég vona að ég nái mér sem fyrst. Ég gæti þess vegna orðið betri á morgun eða þá að þetta taki tvo eða jafnvel þrjá mánuði að jafna sig."

„Það var svekkjandi að missa af leiknum gegn Juventus en ég er handviss að ég eigi eftir að spila marga stórleiki með AC Milan í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×