Líkur á mikilli stýrivaxtalækkun í Evrópu 6. nóvember 2008 09:03 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi. Því er spáð að Englandsbanki lækki stýrivexti um eitt prósent, hundrað punkta í því augnamiði að sleppa takinu af hálsi lántakenda og blása lífi í hjól efnahagslífsins. Gangi það eftir verður það önnur vaxtalækkun bankastjórnarinnar á jafn mörgum mánuðum en við það fara stýrivextir í landi Englandsdrottningar úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent. Fyrir vaxtalækkunina í síðasta mánuði stóðu stýrivextirnir í fimm prósentum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að Englandsbanki grípi of seint í taumana. Hafi á það verið bent áður að bandaríski seðlabankinn greip til vaxtalækkunar fyrst fyrir rúmu ári og hafa vextir þar í landi farið úr 5,25 prósentum niður í eitt prósent. Vextir í Englandi voru hins vegar lækkaðir nýverið. Þá er því spáð að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um meira en 50 punkta. Áður var reiknað með 50 punkta lækkun. Sé hins vegar miðað við stöðu efnahagsmála víða um þessar mundir er gert ráð fyrir mikilli vaxtalækkun þar líkt og í Bretlandi. Gangi það eftir fer vaxtastig á evrusvæðinu niður í 3,25 prósent. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um sex prósent í enda október og hélt þeim óbreyttum í átján prósentum í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi. Því er spáð að Englandsbanki lækki stýrivexti um eitt prósent, hundrað punkta í því augnamiði að sleppa takinu af hálsi lántakenda og blása lífi í hjól efnahagslífsins. Gangi það eftir verður það önnur vaxtalækkun bankastjórnarinnar á jafn mörgum mánuðum en við það fara stýrivextir í landi Englandsdrottningar úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent. Fyrir vaxtalækkunina í síðasta mánuði stóðu stýrivextirnir í fimm prósentum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að Englandsbanki grípi of seint í taumana. Hafi á það verið bent áður að bandaríski seðlabankinn greip til vaxtalækkunar fyrst fyrir rúmu ári og hafa vextir þar í landi farið úr 5,25 prósentum niður í eitt prósent. Vextir í Englandi voru hins vegar lækkaðir nýverið. Þá er því spáð að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um meira en 50 punkta. Áður var reiknað með 50 punkta lækkun. Sé hins vegar miðað við stöðu efnahagsmála víða um þessar mundir er gert ráð fyrir mikilli vaxtalækkun þar líkt og í Bretlandi. Gangi það eftir fer vaxtastig á evrusvæðinu niður í 3,25 prósent. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um sex prósent í enda október og hélt þeim óbreyttum í átján prósentum í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent