Handbolti

Valsarar fóru létt með Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigfús Páll Sigfússon skoraði þrjú mörk gegn sínum gömlu félögum í Fram í kvöld.
Sigfús Páll Sigfússon skoraði þrjú mörk gegn sínum gömlu félögum í Fram í kvöld.

Fram tapaði sínum fyrsta leik í N1-deild karla í kvöld er liðið steinlá fyrir Val á útivelli, 29-21. Staðan í hálfleik var 16-9, Val í vil.

Elvar Friðriksson og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Val og Baldvin Þorsteinsson fimm.

Hjá Fram var Rúnar Kárason markahæstur með sjö mörk en Andri Berg Haraldsson skoraði fimm.

Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. FH vann Víking á útivelli, 29-27, og Akureyri vann sigur á Stjörnunni norðan heiða, 22-19.

Valsmenn komu sér á topp deildarinnar með sigrinum í kvöld og er nú eina ósigraða liðið í deildinni eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Valur er með fimm stig en HK, Fram, FH og Haukar eru öll með fjögur stig. Akureyri er með tvö stig, Stjarnan eitt en Víkingur á botninum án stiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×