Gamalt píanó, ungur píanisti 29. júlí 2008 06:00 Shuann Chai Kemur fram á tónleikum í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld. Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld kl. 20.30. Hún mun flytja verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin. Shuann hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn, meðal annars í Englandi, Hollandi, Noregi og Kína. Hún hefur vakið eftirtekt á alþjóðavettvangi og fengið fjölda viðurkenninga fyrir frammistöðu í píanóleik. Hún er með mastersgráðu í tónlist frá New England Conservatory í Boston og er að ljúka við doktorsgráðu í tónlistarfræði við Brandeis University í Massachusetts. Stærsta hluta ævi sinnar hefur Shuann búið í Bandaríkjunum en hún er nú búsett í Hollandi. „Ég flutti til Amsterdam til kynnast tónlistarlífinu í Evrópu," segir Shuann. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum píanóum og hef spilað á mörg slík, bæði upprunaleg og eftirlíkingar. Hljóðfærin sem ég hef spilað á hafa spannað tímabilið frá árinu 1750 fram á 20. öld. Á þessum 250 árum hefur píanóið breyst afar mikið og sömuleiðis sú tónlist sem samin er fyrir hljóðfærið. Þetta vekur áhuga minn og ég vil gjarnan fræðast meira um þessa þróun." Shuann er að heimsækja Ísland í fyrsta sinn og það var íslenskur unnusti hennar, Svanur Vilbergsson, sem vakti athygli hennar á Hornung og Möller píanóinu sem var smíðað árið 1871 og stendur í stássstofu Hússins á Eyrarbakka. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld kl. 20.30. Hún mun flytja verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin. Shuann hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn, meðal annars í Englandi, Hollandi, Noregi og Kína. Hún hefur vakið eftirtekt á alþjóðavettvangi og fengið fjölda viðurkenninga fyrir frammistöðu í píanóleik. Hún er með mastersgráðu í tónlist frá New England Conservatory í Boston og er að ljúka við doktorsgráðu í tónlistarfræði við Brandeis University í Massachusetts. Stærsta hluta ævi sinnar hefur Shuann búið í Bandaríkjunum en hún er nú búsett í Hollandi. „Ég flutti til Amsterdam til kynnast tónlistarlífinu í Evrópu," segir Shuann. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum píanóum og hef spilað á mörg slík, bæði upprunaleg og eftirlíkingar. Hljóðfærin sem ég hef spilað á hafa spannað tímabilið frá árinu 1750 fram á 20. öld. Á þessum 250 árum hefur píanóið breyst afar mikið og sömuleiðis sú tónlist sem samin er fyrir hljóðfærið. Þetta vekur áhuga minn og ég vil gjarnan fræðast meira um þessa þróun." Shuann er að heimsækja Ísland í fyrsta sinn og það var íslenskur unnusti hennar, Svanur Vilbergsson, sem vakti athygli hennar á Hornung og Möller píanóinu sem var smíðað árið 1871 og stendur í stássstofu Hússins á Eyrarbakka. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira