Handbolti

HK í annað sætið eftir sigur á Fram

Þrír leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. HK er í öðru sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af deildinni eftir 32-26 útisigur á Fram í dag.

Ragnar Hjaltested skoraði 9 mörk fyrir HK og þeir Ólafur Ragnarsson og Tomas Eitutis 5 hvor, en Rúnar Kárason var atkvæðamestur heimamanna með 10 mörk og Guðjón Drengsson 5.

Stjarnan vann nauman sigur á Akureyri í Mýrinni 31-30 og Valur burstaði ÍBV 38-24.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 45 stig og hafa tryggt sér titilinn. HK er í öðru sæti með 36 stig, Fram hefur 34 stig í þriðja líkt og Valur og Stjarnan er í fimmta sæti með 29 stig. Akureyri hefur 20 stig í sjötta sæti og Afturelding og ÍBV hafa 9 stig á botninum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×