Dollar sjaldan sterkari 4. september 2008 00:01 Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab
Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira