Körfubolti

Darrell Flake í Tindastól

Darrell Flake hefur verið einn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar undanfarin ár
Darrell Flake hefur verið einn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar undanfarin ár Mynd/E.Stefán

Úrvalsdeildarfélagið Tindastóll hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Darrell Flake um að leika með liðinu í vetur.

Flake lék með Skallagrími síðustu tvö ár en gekk í raðir Breiðabliks í sumar. Þar var honum sagt upp á dögunum eins og svo mörgum öðrum erlendum leikmönnum í efstu deildum bæði í karla- og kvennaflokki.

Flake er 28 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar undanfarin ár. Hann skoraði tæp 24 stig að meðaltali í leik og hirti 13 fráköst með Skallagrími á síðustu leiktíð.

Halldór Halldórsson formaður kkd Tindastóls staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi og sagði Flake fá greitt að hluta til í íslenskum krónum fyrir vinnu sína.

Fyrir hjá Tindastól voru tveir leikmenn með evrópskt vegabréf og munu þeir spila með liðinu í vetur. Liðið hefur slitið samningi við bandaríska leikmanninn Michael Bonaparte, en illa gekk að fá atvinnuleyfi fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×