Taser International harmar óhróður og dylgjur Amnesty á Íslandi 8. maí 2008 11:12 Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent." Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent."
Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira