Sprengjuregn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 31. desember 2008 06:00 Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. Annars staðar í henni veröld dunda menn sér líka við að sprengja. Þar bíða þeir ekki eftir áramótunum, láta reyndar hátíðarnar ekkert á sig fá. Í Palestínu stendur enginn og horfir undrunar- og aðdáunaraugum til himins. Þar myndu menn fagna ef ekkert hættulegra félli af himnum ofan en eitt og eitt prik af sprungnum skoteldum. Ísraelsmenn hafa enn og aftur sýnt það að þeir virða mannslíf einskis. Nú segjast þeir í stríði við Hamas-samtökin og í þeirra augum eru allir réttdræpir í því stríði. Þeim er nokk sama hvort kornabarn eða öldungur verður fyrir sprengjum þeirra; í þeirra augum helgar tilgangurinn meðalið. Þetta er sama sjónarmið og hryðjuverkamenn hafa þegar þeir sprengja strætisvagna í loft upp til að koma skilaboðum á framfæri. Hryðjuverk þarfnast ætíð hugmyndafræðilegrar réttlætingar. Hvort sem það voru millistéttarungmennin úr Baader-Meinhoff, þegnar Bretakonungs í nýlendum hans í Bandaríkjunum, baráttumenn gegn Rússakeisara, sjálfsmorðsárásarmenn nútímans eða stjórnmálamenn Ísraels í dag. Allir geta réttlætt það mannfall sem verður af þeirra völdum. Allir hafa þeir tilgang sem er æðri lífi barnsins sem deyr. Það er hins vegar ekki algengt að heilt ríki beiti siðferði hryðjuverkasamtaka. Að hernum sé beitt eins og sellum í baráttu gegn óvininum. Og aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins þýðir samþykki. Bandaríkjamenn segja já og aðrir lúta höfði. Og Íslendingar telja ekki fullreynt með venjulegar diplómatískar leiðir. Bíða líklega eftir undraaðferð sem leysir deilu sem er jafngömul sambúð þessara tveggja ríkja. Í kvöld þegar við njótum ljósadýrðarinnar, og hneykslumst kannski pínulítið yfir óhófinu, skulum við leiða hugann að fólkinu sem skríður um rústirnar í Palestínu til að koma sér í skjól fyrir banvænu sprengjuregni. Það er nefnilega fólk eins og við, ekki tölur á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. Annars staðar í henni veröld dunda menn sér líka við að sprengja. Þar bíða þeir ekki eftir áramótunum, láta reyndar hátíðarnar ekkert á sig fá. Í Palestínu stendur enginn og horfir undrunar- og aðdáunaraugum til himins. Þar myndu menn fagna ef ekkert hættulegra félli af himnum ofan en eitt og eitt prik af sprungnum skoteldum. Ísraelsmenn hafa enn og aftur sýnt það að þeir virða mannslíf einskis. Nú segjast þeir í stríði við Hamas-samtökin og í þeirra augum eru allir réttdræpir í því stríði. Þeim er nokk sama hvort kornabarn eða öldungur verður fyrir sprengjum þeirra; í þeirra augum helgar tilgangurinn meðalið. Þetta er sama sjónarmið og hryðjuverkamenn hafa þegar þeir sprengja strætisvagna í loft upp til að koma skilaboðum á framfæri. Hryðjuverk þarfnast ætíð hugmyndafræðilegrar réttlætingar. Hvort sem það voru millistéttarungmennin úr Baader-Meinhoff, þegnar Bretakonungs í nýlendum hans í Bandaríkjunum, baráttumenn gegn Rússakeisara, sjálfsmorðsárásarmenn nútímans eða stjórnmálamenn Ísraels í dag. Allir geta réttlætt það mannfall sem verður af þeirra völdum. Allir hafa þeir tilgang sem er æðri lífi barnsins sem deyr. Það er hins vegar ekki algengt að heilt ríki beiti siðferði hryðjuverkasamtaka. Að hernum sé beitt eins og sellum í baráttu gegn óvininum. Og aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins þýðir samþykki. Bandaríkjamenn segja já og aðrir lúta höfði. Og Íslendingar telja ekki fullreynt með venjulegar diplómatískar leiðir. Bíða líklega eftir undraaðferð sem leysir deilu sem er jafngömul sambúð þessara tveggja ríkja. Í kvöld þegar við njótum ljósadýrðarinnar, og hneykslumst kannski pínulítið yfir óhófinu, skulum við leiða hugann að fólkinu sem skríður um rústirnar í Palestínu til að koma sér í skjól fyrir banvænu sprengjuregni. Það er nefnilega fólk eins og við, ekki tölur á blaði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun