Engin illindi á milli Ferrari og McLaren 14. október 2008 07:41 Stefano Domenicali vill góðan anda milli keppnisliða, ólíkt forvera sínum sem þótti oft harður í horn að taka. Mynd: Getty Images Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira