Körfubolti

Við erum grautfúlir

Mynd/Arnþór

Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR var að vonum svekktur eftir að hans menn féllu úr keppni í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld.

"Við erum auðvitað í þessu til að vinna og erum auðvitað grautfúlir með að tapa. Ég er stoltur af því hvernig mínir menn spiluðu framan af í þessari úrslitakeppni og við höfum sýnt að það er ástæða til að taka okkur alvarlega," sagði Jón í samtali við Stöð 2 Sport í kvöld.

En hvað kom fyrir hjá ÍR í stöðunni 2-0?

"Við erum auðvitað með lið sem tapaði fleiri leikjum en það vann í vetur og erum því ekki með gallalaust lið. Til að við eigum að eiga í þessi bestu lið leik eftir leik þarf auðvitað allt að ganga upp hjá okkur. Það gekk upp hjá okkur fyrst en svo fór sjálfstraustið að minnka hjá mönnum. Við sýndum það núna í úrslitakeppninni að það býr margt í okkur," sagði Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×