Fótbolti

Barcelona mætir Atletico í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Seydou Keita og Xavi fagna marki í leik með Barcelona.
Seydou Keita og Xavi fagna marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Dregið var í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í dag. Stórleikir umferðarinnar eru viðureignir Barcelona og Atletico Madrid.

Barcelona hefur unnið bikarinn 24 sinnum en liðin mætast fyrst á heimavelli Atletico, Vincente Calderon, í upphafi næsta mánaðar.

Aðeins tvö lið eru eftir í bikarkeppninni sem ekki leika í úrvalsdeildinni. Bæði leika í þriðju efstu deild og tókst að slá út úrvalsdeildarlið í síðustu umferð.

Real Union vann Real Madrid á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en leikir liðanna fóru samanlagt 6-6.

Þá gerði Poli Ejido sér lítið fyrir og vann stórsigur á Villarreal, samanlagt 6-1.

Núverandi meistarar, Racing Santander, mæta Valencia og er fyrri leikurinn á heimavelli Santander.

Leikirnir í 16-liða úrslitum:

Racing - Valencia

Sevilla - Deportivo

Osasuna - Athletic

Sporting - Valladolid

Poli Ejido - Espanyol.

Atletico - Barcelona

Mallorca - Almeria

Real Union - Betis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×