Erlent

Tíu rostungar í gerfihnattasambandi

Gerfihnattasendum hefur verið komið fyrir í tíu rostungum á Grænlandi. Ætlunin er að kanna hvort rostungarnir eyði sumrinu í Kanada.

Sami hópur vísindamanna kom fyrir gerfihnattasendum í átta rostungum við vesturströnd Grænlands í fyrra en þeir biluðu allir utan einn. Sá eini sem virkaði sýndi að viðkomandi rostungur hafði ferðast til Baffin eyjar í Kanada.

Vísindamennirnir vilja fá skorið úr því hvort Baffin eyja sé leynilegur dvalarstaður rostunganna á sumrin. Hingað til hefur ekkert verið vitað um ferðir rostunga við vesturströnd Grænlands. Þeir einfaldlega hverfa þaðan á hverju sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×