Menning

Sívinsæll Laddi fagnar hundruðustu sýningunni

Björgvin Halldórsson var meðal þeirra sem kom Ladda á óvart.
Björgvin Halldórsson var meðal þeirra sem kom Ladda á óvart.
Ekkert lát virðist á vinsældum hins löngu sextuga Ladda. Hundraðasta sýningin á afmælisverki hans, Laddi 6-tugur fór fram síðastliðinn miðvikudag og að venju var fullt út úr dyrum.

Óvæntir gestir tóku þátt í sýningunni, Ladda og áhorfendum að óvörum.Bryndís Schram kom hlaupandi utan úr sal til að spjalla við Þórð Húsvörð og í HLH seríunni birtust Björgvin Halldórsson og Sigga Beinteins og tóku lagið með Ladda og hljómsveitinni. Fyrr um daginn hafði farið fram leynileg æfing á þessum uppákomum án vitneskju Ladda. Á sviðinu í miðri sýningu urðu til stórskemmtileg atriði, þar sem Laddi missti ekki úr einn einasta takt og spann af fingrum fram með leynigestunum.

Þrátt fyrir að sýningarnar séu orðnar hundrað er Laddi hvergi nærri af baki dottinn. Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar í maí. Þegar er uppbókað á sýningu þann níunda, og stefnir í að hinar fyllist á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×