Enski boltinn

Capello: Beckham verður að spila

Elvar Geir Magnússon skrifar
Beckham er samningsbundinn Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum.
Beckham er samningsbundinn Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum.

Fabio Capello segir að David Beckham verði að spila keppnisleiki með ítalska liðinu AC Milan til að eiga möguleika á landsliðssæti. Beckham mun mæta til AC Milan 7. janúar á lánssamningi og æfa með liðinu til að halda sér í formi á meðan hlé er á MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

„Ef hann spilar fyrir AC Milan þá á hann möguleika á að vera valinn í enska landsliðið. Ef ekki þá er ljóst að hann verður ekki með okkur," sagði Capello en England mæti Spáni í vináttulandsleik í febrúar.

Beckham er 33 ára en á sér það markmið að leika fyrir England á HM í Suður-Afríku sumarið 2010. Hann var ekki með enska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir stuttu þar sem hann hafði ekki leikið síðan í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×