Kalmar meistari - Sundsvall féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2008 15:59 Leikmenn Kalmar fagna marki. Nordic Photos / AFP Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira