Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina 7. október 2008 21:41 Miðlarar á bandarískum fjármálamörkuðum í vikunni. Mynd/AP Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira