Jónas og Einar Þorsteinn Pálsson skrifar 11. ágúst 2008 07:00 Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa í Morgunblaðsgrein ítrekað brýningu sína um mikilvægi þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Röksemdir þeirra byggja jafnt á efnahagslegum forsendum sem pólitískum. Að því leyti hafa þeir bæði breikkað og dýpkað umræðuna. Á því var full þörf. Samfylkingin er eini flokkurinn sem formlega hefur haft aðild á dagskrá. Framsóknarflokkurinn vill að þjóðin taki af skarið í allsherjaratkvæðagreiðslu. Vinstri grænt hefur verið á móti mest af ótímabundnum þjóðernislegum ástæðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar á móti reist andstöðu sína á hagsmunalegum rökum sem vega þurfi og meta á hverjum tíma. Framlag Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar breytir ef til vill ekki miklu í reiptoginu um þjóðernisrökin. Gildi þess fyrir stjórnmálaumræðuna felst hins vegar í því að eyða óvissunni um hagsmunamatið. Þeir hafa með skýrum en einföldum rökum sýnt fram á hvernig hagsmunalóðin hafa flust á milli vogarskála. Hagsmunirnir eru með öðrum orðum aðrir og ríkari nú en fyrir einum áratug eða tveimur. Sú ákvörðun forsætisráðherra að fela Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar að skoða þann þátt þessa máls er lýtur að aðild að Evrópska myntbandalaginu hefur mikið gildi. Hún er vísbending um að kalt hagsmunamat ráði för fremur en kreddur. Þó að hagsmunirnir séu nokkuð augljósir á sviði peningamálanna er mikilvægt að hafa í huga að þeir hafa breyst á miklu víðara pólitísku sjónsviði. Halldór Ásgrímsson opnaði Evrópuumræðuna innan Framsóknarflokksins á sinni tíð. Núverandi formaður, sem talaði gegn þeirri viðleitni, kom flestum á óvart á síðasta miðstjórnarfundi og færði flokkinn í einu vetfangi fram um margar þingmannaleiðir á þessari þróunarbraut. Á sama tíma og þessi framvinda á sér stað er ýmislegt að koma í ljós sem bendir til að Samflylkingin hafi hugsanlega ekki rætt Evrópumálin nægjanlega djúpt til að samhæfa málflutning sinn á ýmsum öðrum sviðum við aðildarstefnuna.Til að mynda næst jafnvægi í peningamálum ekki svo að sækja megi um aðild í byrjun næsta kjörtímabils nema með markvissri orkunýtingarstefnu.Á því sviði eru skoðanir forystumanna Samfylkingarinnar svo skiptar að erfitt er að koma þeim málflutningi heim og saman við Evrópumarkmiðin. Innan Samfylkingarinnar virðist ekki vera sátt um að fylgja evrópskum leikreglum um meðferð hælisleitenda. Í lögreglumálum er engu líkara en nútíma aðferðafræði, sem allt alþjóðlegt samstarf á því sviði er reist, á sé þyrnir í augum margra talsmanna hennar. Þeir horfa meir til sveitarfélagalöggæslu. Hér er einnig umhugsunarefni að forseti Íslands, sem gerir samninga við önnur ríki á ábyrgð utanríkisráðherra, flutti þau skilaboð á ráðstefnu smáríkja fyrir ekki alls löngu að Ísland kysi heldur tvíhliða fríverlunarsamning við Kína en Evrópusambandsaðild. Þessi skortur á samhæfðri umræðu hefur vissulega þá neikvæðu hlið að draga úr þrýstingi á aðra flokka. Jákvæða hliðin er hins vegar sú að hún opnar svigrúm fyrir bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn til að taka foyrstu um dýpri umræðu. Kjarninn í stöðumatinu er þó sá að tveir menn í þeim hópi, sem fremst stendur að þekkingu og reynslu til að meta íslenska hagsmuni, hafa nú gert það með sannfærandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa í Morgunblaðsgrein ítrekað brýningu sína um mikilvægi þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Röksemdir þeirra byggja jafnt á efnahagslegum forsendum sem pólitískum. Að því leyti hafa þeir bæði breikkað og dýpkað umræðuna. Á því var full þörf. Samfylkingin er eini flokkurinn sem formlega hefur haft aðild á dagskrá. Framsóknarflokkurinn vill að þjóðin taki af skarið í allsherjaratkvæðagreiðslu. Vinstri grænt hefur verið á móti mest af ótímabundnum þjóðernislegum ástæðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar á móti reist andstöðu sína á hagsmunalegum rökum sem vega þurfi og meta á hverjum tíma. Framlag Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar breytir ef til vill ekki miklu í reiptoginu um þjóðernisrökin. Gildi þess fyrir stjórnmálaumræðuna felst hins vegar í því að eyða óvissunni um hagsmunamatið. Þeir hafa með skýrum en einföldum rökum sýnt fram á hvernig hagsmunalóðin hafa flust á milli vogarskála. Hagsmunirnir eru með öðrum orðum aðrir og ríkari nú en fyrir einum áratug eða tveimur. Sú ákvörðun forsætisráðherra að fela Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar að skoða þann þátt þessa máls er lýtur að aðild að Evrópska myntbandalaginu hefur mikið gildi. Hún er vísbending um að kalt hagsmunamat ráði för fremur en kreddur. Þó að hagsmunirnir séu nokkuð augljósir á sviði peningamálanna er mikilvægt að hafa í huga að þeir hafa breyst á miklu víðara pólitísku sjónsviði. Halldór Ásgrímsson opnaði Evrópuumræðuna innan Framsóknarflokksins á sinni tíð. Núverandi formaður, sem talaði gegn þeirri viðleitni, kom flestum á óvart á síðasta miðstjórnarfundi og færði flokkinn í einu vetfangi fram um margar þingmannaleiðir á þessari þróunarbraut. Á sama tíma og þessi framvinda á sér stað er ýmislegt að koma í ljós sem bendir til að Samflylkingin hafi hugsanlega ekki rætt Evrópumálin nægjanlega djúpt til að samhæfa málflutning sinn á ýmsum öðrum sviðum við aðildarstefnuna.Til að mynda næst jafnvægi í peningamálum ekki svo að sækja megi um aðild í byrjun næsta kjörtímabils nema með markvissri orkunýtingarstefnu.Á því sviði eru skoðanir forystumanna Samfylkingarinnar svo skiptar að erfitt er að koma þeim málflutningi heim og saman við Evrópumarkmiðin. Innan Samfylkingarinnar virðist ekki vera sátt um að fylgja evrópskum leikreglum um meðferð hælisleitenda. Í lögreglumálum er engu líkara en nútíma aðferðafræði, sem allt alþjóðlegt samstarf á því sviði er reist, á sé þyrnir í augum margra talsmanna hennar. Þeir horfa meir til sveitarfélagalöggæslu. Hér er einnig umhugsunarefni að forseti Íslands, sem gerir samninga við önnur ríki á ábyrgð utanríkisráðherra, flutti þau skilaboð á ráðstefnu smáríkja fyrir ekki alls löngu að Ísland kysi heldur tvíhliða fríverlunarsamning við Kína en Evrópusambandsaðild. Þessi skortur á samhæfðri umræðu hefur vissulega þá neikvæðu hlið að draga úr þrýstingi á aðra flokka. Jákvæða hliðin er hins vegar sú að hún opnar svigrúm fyrir bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn til að taka foyrstu um dýpri umræðu. Kjarninn í stöðumatinu er þó sá að tveir menn í þeim hópi, sem fremst stendur að þekkingu og reynslu til að meta íslenska hagsmuni, hafa nú gert það með sannfærandi hætti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun