Körfubolti

Gunnar skaut Keflavík í úrslitin

Það verða Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að Keflavík burstaði ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í kvöld 93-73.

Keflvíkingar leiddu frá upphafi til enda og sigur þeirra var aldrei í hættu. Miklu munaði um framgöngu gamla refsins Gunnars Einarssonar sem fór mikinn í leiknum og var stigahæstur með 23 stig og 7 fráköst. Nate Brown var stigahæstur hjá ÍR með 23 stig.

Tölfræði leiksins

Þar með er ævintýri ÍR-inga lokið í Iceland Express deildinni þetta vorið, en liði sló Íslandsmeistara KR út í fyrstu umferð og komst í 2-0 á móti Keflavík áður en suðurnesjaliðið hrökk í gang svo um munaði og kláraði dæmið.

Það verða því Keflavík og Snæfell sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn enn og aftur og verður fyrsti leikurinn í einvíginu í Keflavík á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×