Eiður Smári: Engar afsakanir 10. apríl 2008 10:30 Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður. Spænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður.
Spænski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira