Úrskurður sagður áfall 27. september 2008 19:02 Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. Teigsskógur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar.
Teigsskógur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent