Liverpool áfram - Inter tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2008 21:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Marseille í kvöld. Inter tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Panathinaikos, 1-0. Það var Steven Gerrard sem tryggði Liverpool sigurinn með skallamarki í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem vann sigur á Sporting Lissabon á útivelli, 5-2. Hann átti þátt í öðru marki leiksins er hann lagði upp mark fyrir Pique en sumir fjölmiðlar hafa skráð markið sem sjálfsmark hjá Sporting. Eiður spilaði allan leikinn. Barcelona tryggði sér efsta sætið í riðlinum með sigrinum í kvöld. Spennan er mikil í A-riðli eftir að Bordeaux og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli. Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir tvær áminningar. Fyrir vikið á Bordeaux enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin og skáka þannig annað hvort Roma eða Chelsea. Anorthosis Famagusta gerði sitt fjórða jafntefli í Meistardeildinni í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli við Werder Bremen. Kýpverjarnir eru í þriðja sæti riðilsins og eiga góðan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Inter og Panathinaikos eru þó í efstu sætum riðlanna og standa best að vígi fyrir lokaumferðinni. Liverpool og Marseille eru efst og jöfn í D-riðli með ellefu stig og ræðst það því í lokaumferðinni hvort liðið tryggir sér efsta sætið.Úrslit kvöldsins:A-riðill: Bordeaux - Chelsea 1-1 0-1 Nicolas Anelka (60.) 1-1 Alou Diarra (83.) Cluj - Roma 1-3 0-1 Matteo Brighi (11.) 0-2 Francesco Totti (23.) 1-2 Yssouf Koné (30.) 1-3 Matteo Brighi (64.)Staðan: Roma 9 stig (+4 í markatölu) Chelsea 8 (+3) Bordeaux 7 (-4) Cluj 4 (-3)Leikir í lokaumferð: Chelsea - Cluj Roma - BordeauxB-riðill: Anorthosis - Werder Bremen 2-2 1-0 Nicos Nikolaou (62.) 2-0 Savio (68.) 2-1 Diego, víti (72.) 2-2 Hugo Almeida (87.) Inter - Panathinaikos 0-1 0-1 Sarriegui (69.)Staðan: Inter 8 stig (+2 í markatölu) Panathinaikos 7 (0) Anorthosis 6 (+1) Werder Bremen 4 (-3)Leikir í lokaumferð: Bremen - Inter Panathinaikos - AnarthosisC-riðill: Shakhtar Donetsk - Basel 5-0 1-0 Jadson (32.) 2-0 William (50.) 3-0 Jadson (65.) 4-0 Jadson (72.) 5-0 Jevjen Seleznov (75.) Sporting Lissabon - Barcelona 2-5 0-1 Thierry Henry (14.) 0-2 Pique (17.) 0-3 Lionel Messi (50.) 1-3 Miguel Veloso (65.) 2-3 Liedson (66.) 2-4 Caneira, sjálfsmark (67.) 2-5 Bojan, víti (73.)Staðan: Barcelona 13 stig (+11 í markatölu) Sporting 9 (-1) Shakhtar 6 (+3) Basel 1 (-13)Leikir í lokaumferð: Barcelona - Shakhtar Basel - Sporting D-riðill: Atletico - PSV 2-1 1-0 Simao (14.) 2-0 Maxi Rodriguez (28.) 2-1 Danny Koevermans (47.) Liverpool - Marseille 1-0 1-0 Steven Gerrard (23.)Staðan: Atletico 11 stig (+5 í markatölu) Liverpool 11 (+4) Marseille 3 (-2) PSV 3 (-7) Leikir í lokaumferð: Marseille - Atletico PSV - Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Marseille í kvöld. Inter tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Panathinaikos, 1-0. Það var Steven Gerrard sem tryggði Liverpool sigurinn með skallamarki í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem vann sigur á Sporting Lissabon á útivelli, 5-2. Hann átti þátt í öðru marki leiksins er hann lagði upp mark fyrir Pique en sumir fjölmiðlar hafa skráð markið sem sjálfsmark hjá Sporting. Eiður spilaði allan leikinn. Barcelona tryggði sér efsta sætið í riðlinum með sigrinum í kvöld. Spennan er mikil í A-riðli eftir að Bordeaux og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli. Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir tvær áminningar. Fyrir vikið á Bordeaux enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin og skáka þannig annað hvort Roma eða Chelsea. Anorthosis Famagusta gerði sitt fjórða jafntefli í Meistardeildinni í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli við Werder Bremen. Kýpverjarnir eru í þriðja sæti riðilsins og eiga góðan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Inter og Panathinaikos eru þó í efstu sætum riðlanna og standa best að vígi fyrir lokaumferðinni. Liverpool og Marseille eru efst og jöfn í D-riðli með ellefu stig og ræðst það því í lokaumferðinni hvort liðið tryggir sér efsta sætið.Úrslit kvöldsins:A-riðill: Bordeaux - Chelsea 1-1 0-1 Nicolas Anelka (60.) 1-1 Alou Diarra (83.) Cluj - Roma 1-3 0-1 Matteo Brighi (11.) 0-2 Francesco Totti (23.) 1-2 Yssouf Koné (30.) 1-3 Matteo Brighi (64.)Staðan: Roma 9 stig (+4 í markatölu) Chelsea 8 (+3) Bordeaux 7 (-4) Cluj 4 (-3)Leikir í lokaumferð: Chelsea - Cluj Roma - BordeauxB-riðill: Anorthosis - Werder Bremen 2-2 1-0 Nicos Nikolaou (62.) 2-0 Savio (68.) 2-1 Diego, víti (72.) 2-2 Hugo Almeida (87.) Inter - Panathinaikos 0-1 0-1 Sarriegui (69.)Staðan: Inter 8 stig (+2 í markatölu) Panathinaikos 7 (0) Anorthosis 6 (+1) Werder Bremen 4 (-3)Leikir í lokaumferð: Bremen - Inter Panathinaikos - AnarthosisC-riðill: Shakhtar Donetsk - Basel 5-0 1-0 Jadson (32.) 2-0 William (50.) 3-0 Jadson (65.) 4-0 Jadson (72.) 5-0 Jevjen Seleznov (75.) Sporting Lissabon - Barcelona 2-5 0-1 Thierry Henry (14.) 0-2 Pique (17.) 0-3 Lionel Messi (50.) 1-3 Miguel Veloso (65.) 2-3 Liedson (66.) 2-4 Caneira, sjálfsmark (67.) 2-5 Bojan, víti (73.)Staðan: Barcelona 13 stig (+11 í markatölu) Sporting 9 (-1) Shakhtar 6 (+3) Basel 1 (-13)Leikir í lokaumferð: Barcelona - Shakhtar Basel - Sporting D-riðill: Atletico - PSV 2-1 1-0 Simao (14.) 2-0 Maxi Rodriguez (28.) 2-1 Danny Koevermans (47.) Liverpool - Marseille 1-0 1-0 Steven Gerrard (23.)Staðan: Atletico 11 stig (+5 í markatölu) Liverpool 11 (+4) Marseille 3 (-2) PSV 3 (-7) Leikir í lokaumferð: Marseille - Atletico PSV - Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira