Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan 2. janúar 2008 10:56 Benazir Bhutto, fyrrum leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan. Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf