Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum 7. janúar 2008 09:20 Verðbréfamiðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan, líkt og norska dagblaðið Aftenposten bendir á í dag. Árið hefur síður en svo byrjað vel. Hafa ber hins vegar í huga að markaðir hafa margir hverjir ekki verið opnir nema í örfáa daga það sem af er ári, sumir hluta úr degi. Þannig voru hlutabréfamarkaðir aðeins opnir í nokkra tíma í Japan á föstudag en þá féll Nikkei-vísitalan um 1,64 prósent. Í framhaldi af birtingu talna um atvinnuþátttöku vestanhafs féllu svo markaðir í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan lækkaði aftur í dag, í þetta sinn um 1,3 prósent. Sveiflur eru hins vegar á mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi og eru rétt við óbreytt ástand. Lækkun er hins vegar á norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,65 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Ósló er niður um 0,8 prósent og í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni klukkan tíu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf