Fasteignalánarisi í kreppu 8. janúar 2008 19:37 Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.Stjórnendur fasteignalánafélagsins sendu frá sér tilkynningu þess efnis skömmu síðar að ekkert lægi til grundvallar orðróminum og væri fjarri því að fyrirtækið væri á leið í þrot. Gengi bréfa í Countrywide hefur hríðlækkað eftir að vanskil á undirmálslánamarkaði beit í afkomu fjármálafyrirtækja og fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum kólnað. Hæst stóð gengið í rúmum 45 dölum á hlut en hefur hríðlækkað frá síðasta ári og fór lægst í 5,76 dali á hlut í dag. Countrywide hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir útlánastefnu sína á undirmálslánamarkaði og er starfsemi þess til rannsóknar vestanhafs. Gengið jafnaði sig lítillega eftir að tilkynning fyrirtækisins birtist í dag.Countrywide tapaði 1,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 70 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Stjórnendur fyrirtækisins segja stefnt að því að skila hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Markaðsaðilar draga hins vegar í efa að af því verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun.Stjórnendur fasteignalánafélagsins sendu frá sér tilkynningu þess efnis skömmu síðar að ekkert lægi til grundvallar orðróminum og væri fjarri því að fyrirtækið væri á leið í þrot. Gengi bréfa í Countrywide hefur hríðlækkað eftir að vanskil á undirmálslánamarkaði beit í afkomu fjármálafyrirtækja og fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum kólnað. Hæst stóð gengið í rúmum 45 dölum á hlut en hefur hríðlækkað frá síðasta ári og fór lægst í 5,76 dali á hlut í dag. Countrywide hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir útlánastefnu sína á undirmálslánamarkaði og er starfsemi þess til rannsóknar vestanhafs. Gengið jafnaði sig lítillega eftir að tilkynning fyrirtækisins birtist í dag.Countrywide tapaði 1,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 70 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Stjórnendur fyrirtækisins segja stefnt að því að skila hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Markaðsaðilar draga hins vegar í efa að af því verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf