NBA í nótt: Frábært afrek Jason Kidd dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2008 09:05 Jason Kidd í leiknum gegn Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira