NBA í nótt: Boston tapaði óvænt fyrir Charlotte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2008 09:19 Paul Pierce reynir að verjast Jason Richardson. Nordic Photos / Getty Images Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113 NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira