Menning

Friðþjófur Helgason sýnir í Fótógrafí

Nokkrar mynda Friðþjófs
Nokkrar mynda Friðþjófs
Laugardaginn 12. janúar klukkan tólf verður opnuð sýning á myndum Friðþjófs Helgasonar í ljósmyndagalleríinu Fótógrafi Skólavörðustíg 4. Sýningin nefnist Tríólógía og sýnir Friðþjófur samsettar landslags- og umhverfismyndir sem hver og ein myndar þrenningu.

Friðþjófur er einn reyndasti ljósmyndari og kvikmyndatökumaður á Íslandi. Hann hóf störf hjá Alþýðublaðinu árið 1973 og hefur unnið við velflest dagblöð, tímarit og ljósvakamiðla landsins. Hann starfaði meðal annars á Fréttastofu sjónvarps í 15 ár. Friðþjófur hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka og haldið nokkrar sýningar. Hann er núverandi bæjarlistamaður Akraness. Sýningin í Fótógrafí stendur til 1. febrúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×