Bandaríkin féllu 15. janúar 2008 21:26 Mynd/AP Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Rót óttans lá í miklu tapi bandaríska bankans Citigroup sem skilaði 9,83 milljarða dala, jafnvirði rúmra 631 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem að langmestu leyti er tilkomið vegna afskrifta á bandarískum undirmálslánum og skuldabréfavafningum þeim tengdum. Þá drógu fjárfestar sömuleiðis að sér hendur eftir að bandaríska viðskiptaráðuneytið birti upplýsingar þess efnis að einkaneysla muni að öllum líkindum dragast saman á árinu. Einkaneysla er tæplega sjötíu prósent af hagvaxtartölum í Bandaríkjunum og því líkur á að draga muni úr hagvexti þegar neytendur draga úr neyslu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,17 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,45 prósent. Til samanburðar féll FTSE-vísitalan í Bretlandi um rétt rúm þrjú prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Rót óttans lá í miklu tapi bandaríska bankans Citigroup sem skilaði 9,83 milljarða dala, jafnvirði rúmra 631 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem að langmestu leyti er tilkomið vegna afskrifta á bandarískum undirmálslánum og skuldabréfavafningum þeim tengdum. Þá drógu fjárfestar sömuleiðis að sér hendur eftir að bandaríska viðskiptaráðuneytið birti upplýsingar þess efnis að einkaneysla muni að öllum líkindum dragast saman á árinu. Einkaneysla er tæplega sjötíu prósent af hagvaxtartölum í Bandaríkjunum og því líkur á að draga muni úr hagvexti þegar neytendur draga úr neyslu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,17 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,45 prósent. Til samanburðar féll FTSE-vísitalan í Bretlandi um rétt rúm þrjú prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira