Verðfall víða um heim 16. janúar 2008 09:49 Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. Fall á hlutabréfum þar í gær hefur smitað út frá sér til fleiri markaða víða um heim í dag. Mynd/AP Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira