Nýr forstjóri yfir Carnegie 17. janúar 2008 11:33 Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim. Í kjölfarið hætti forstjóri Carnegie í september í fyrra og hefur annar setið til bráðabrigða í stólnum. Ericson var áður aðstoðarforstjóri sænska bankans Handelsbanken en hafði áður gegnt ýmsum stöðum innan hans bæði í Stokkhólmi í Svíþjóð og Lundúnum í Bretlandi. Þá starfaði hann hjá Carnegie á árabilinu 1987 til 1993, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Industri, sem hefur eftir Anders Fallman, stjórnarformanni Carnegie, að hann sé rétti maðurinn í starfið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim. Í kjölfarið hætti forstjóri Carnegie í september í fyrra og hefur annar setið til bráðabrigða í stólnum. Ericson var áður aðstoðarforstjóri sænska bankans Handelsbanken en hafði áður gegnt ýmsum stöðum innan hans bæði í Stokkhólmi í Svíþjóð og Lundúnum í Bretlandi. Þá starfaði hann hjá Carnegie á árabilinu 1987 til 1993, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Industri, sem hefur eftir Anders Fallman, stjórnarformanni Carnegie, að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira