Roy Jones sýndi gamalkunna takta 20. janúar 2008 07:45 Roy Jones leit vel út í bardaganum og átti það til að sýna kunnuglega gamla hrokaleikþætti Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst. Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst.
Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira