Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum 21. janúar 2008 08:32 Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira