Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum 25. janúar 2008 16:29 Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf