James hafði betur í einvíginu við Bryant 28. janúar 2008 04:49 LeBron James var frábær gegn Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira