Seattle lagði San Antonio 30. janúar 2008 09:31 Nýliðinn Kevin Durant keyrir á Tim Duncan í nótt Nordic Photos / Getty Images Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira