Erlent

Vísindamenn í skýjunum vegna mynda frá Merkúr

Vísindamenn eru yfir sig hrifnir af myndunum sem Messanger, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sendir frá plánetunni Merkúr þessa dagana.

Messanger er fyrsta geimfarið sem fer á sporbaug um Merkúr og myndir þær og upplýsingar sem farið sendir hafa varpað nýju ljósi á plánetuna. Meðal annars hafa fundist traustar sannanir fyrir því að eldfjallavirkni var til staðar á plánetunni fyrr á tímum.

Stór fjöll eru til staðar á Merkúr sem myndast hafa í eldgosum eða jarðhræringum og á yfirborði plánetunnar er að finna gíga eftir loftsteina sem eru ólíkir þeim gígum sem finna má á tunglinu.

Á myndinni sést einn af gígunum sem taldir eru sanna eldfjallavirkni á Merkúr. Hann hefur hlotið nafnið Símagígurinn vegna sérkennilegrar bergmyndunnar í honum miðjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×