Microsoft vill kaupa Yahoo 2. febrúar 2008 15:54 MYND/AP Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna. Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna.
Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira