Viðskipti erlent

Viðskiptavinir Egg bankans mótmæla kortasvipti

Reiðir viðskiptavinir internetbankans Egg hafa mótmælt ákvörðun bankans um að ógilda kreditkort þeirra eftir 35 daga. Egg segir að 161 þúsund kortum verði lokað þar sem lánstraust korthafanna hafi versnað frá því að þeir tóku upp viðskipti við bankann.

Fólk sem telur sig áfram hafa gott lánstraust hefur haft samband við breska ríkissjónvarpið og sagst vera á listanum.

Nigel Griffiths þingmaður Verkamannaflokksins hefur óskað eftir því við breska fjármálaeftirlitið að málið verði rannsakað og segir aðgerðina óásættanlega.

Talsmaður bankans segir að þeir sem séu á listanum séu ekki lengur æskilegir viðskiptavinir, án tillits til lánstrausts.

Um sjö prósent viðskiptavina bankans eru á listanum.

Ákvörðunin er tekin eftir endurskoðun á bankanum en hann var keyptur af bandaríska bankanum Citigroup fyrir rúma 73 milljarða íslenskra króna.

Á fréttavef BBC kemur fram að ekki sé krafist að viðskiptavinir borgi skuldir sínar strax upp og skilmálar eða vaxtaprósenta mun ekki breytast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×