Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum 14. febrúar 2008 15:27 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf