Fótbolti

Crespo ósáttur hjá Inter

Elvar Geir Magnússon skrifar
Crespo í leik með Inter á tímabilinu.
Crespo í leik með Inter á tímabilinu.

Inter er að stinga af á Ítalíu en það eru þó ekki allir í herbúðum liðsins ánægðir. Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo vill komast burtu frá félaginu og hefur gagnrýnt þjálfarann Roberto Mancini.

„Þetta er alls ekki liðsfélögum mínum að kenna og ég vill alls ekki trufla þá. Þeir og stuðningsmennirnir gera allt sem þeir geta til að láta mér líða vel hérna. En ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki ánægður hér," sagði Crespo.

Crespo er neðarlega í goggunarröðinni hjá Inter þrátt fyrir að Adriano var lánaður til Sao Paolo í Brasilíu. Í leiknum gegn Livorno í gær lék hann aðeins sinn níunda deildarleik á tímabilinu en hann hefur enn ekki leikið heilan leik.

„Ég bjóst alls ekki við því að fá svona fá tækifæri. Sóknarmenn þurfa sjálfstraust, þeir verða að hafa það á tilfinningunni að þeir séu mikilvægir fyrir liðið," sagði Crespo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×