Fótbolti

Tileinkaði konunni 1000. leikinn

Nordic Photos / Getty Images

Goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan spilaði sinn 1000. leik fyrir félagið um helgina þegar Milan gerði markalaust jafntefli við Parma í A deildinni. Hann tileinkaði konu sinni þennan merka áfangaleik.

Maldini spilaði sinn fyrsta leik fyrir Milan fyrir meira en 23 árum síðan, eða í janúar árið 1985. Síðan hefur hann slegið hvert metið á fætur öðru og þessi 39 ára gamli varnarjaxli virðist hvergi nærri búinn að vera.

"Þetta er sögulegur áfangi og það eina slæma við þetta var að við næðum ekki að vinna leikinn. Mig langar að tileinka þennan áfanga fjölskyldu minni og sérstaklega konu minni - sem hefur staðið við bakið á mér allan þennan tíma," sagði Maldini, sem reiknar með því að verða á bekknum þegar Milan mætir Arsenal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×