Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir 19. febrúar 2008 21:10 Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Litlar skýringar eru á hækkun olíuverðsins því dregið hefur úr eftirspurn og framboð nægt. Fjárfestar hafa hins vegar í auknum mæli veðjað á frekari hækkun með framvirkum samningum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Fréttastofan segir þó segir ekki loku fyrir það skotið að OPEC-ríkin, sem framleiða um fjörutíu prósent af allri hráolíu, dragi úr olíuframleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals frekar í dag sem gæti hafa ýtt undir verðhækkunina, að sögn fréttastofu Associted Press. Heimsmarkaðsverð á hráolíu endaði í 100,01 dal á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sé tekið til tillits til verðbólgu á það þó enn langt í land að ná metverðinu árið 1980. Fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Schaffer's Investment Research í Bandaríkjunum, að verðhækkunin gæti farið út í verðlag og aukið verðbólgu frekar. Gerist það gæti þróunin leitt til þess að seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr frekari lækkun stýrivaxta og snúi sér á ný að því að ýta verðbólgudrauginum út.Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,09 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,67 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Litlar skýringar eru á hækkun olíuverðsins því dregið hefur úr eftirspurn og framboð nægt. Fjárfestar hafa hins vegar í auknum mæli veðjað á frekari hækkun með framvirkum samningum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Fréttastofan segir þó segir ekki loku fyrir það skotið að OPEC-ríkin, sem framleiða um fjörutíu prósent af allri hráolíu, dragi úr olíuframleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals frekar í dag sem gæti hafa ýtt undir verðhækkunina, að sögn fréttastofu Associted Press. Heimsmarkaðsverð á hráolíu endaði í 100,01 dal á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sé tekið til tillits til verðbólgu á það þó enn langt í land að ná metverðinu árið 1980. Fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Schaffer's Investment Research í Bandaríkjunum, að verðhækkunin gæti farið út í verðlag og aukið verðbólgu frekar. Gerist það gæti þróunin leitt til þess að seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr frekari lækkun stýrivaxta og snúi sér á ný að því að ýta verðbólgudrauginum út.Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,09 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,67 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira