NBA í nótt: Toppliðin töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 11:41 Tracy McGrady og Yao Ming gátu leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi. NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi.
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira