Tiger áfram eftir bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 12:13 Tiger Woods vann nauman sigur á Aaron Baddeley. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink. Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink.
Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira