Nýliðar vekja athygli 23. febrúar 2008 22:21 Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz. Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz.
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira