Olíuverð í sögulegu hámarki 27. febrúar 2008 11:02 Maður horfir á mælinn tikka á bensínstöð. Verðið á bensíndropanum hefur hækkað samhliða hráolíuverðinu, sem stendur í hæstu hæðum. Mynd/AFP Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf