Enski boltinn

Fabregas í mikilli ónáð Begiristain

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas hefur slegið í gegn hjá Arsenal en er ekki hátt skrifaður hjá Txiki Begiristain.
Fabregas hefur slegið í gegn hjá Arsenal en er ekki hátt skrifaður hjá Txiki Begiristain. Nordic Photos / Getty Images

Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að Cesc Fabregas muni aldrei spila fyrir félagið á meðan hann er við völd.

Þá sagði hann einnig að Jose Mourinho væri ekki á leiðinni til félagsins en hann hefur lengi verið orðaður við Barcelona.

Begiristain ræddi opinskátt um hin ýmsu orðróma sem hafa verið á flugi í tengslum við Barcelona að undanförnu, þá helst þess efnis að félagið væri eftir Cesc Fabregas sem ólst upp hjá Börsungum.

Begiristain segir að Fabregas hefði aldrei átt að fara frá félaginu. „Það er alltaf ákveðin hætta fólgin í því að fara frá Barcelona og staðreyndin er sú að hann getur ekki snúið til baka."

„Hefði hann verið áfram og sýnt þolinmæði væri hann byrjunarliðsmaður í dag. Dæmi um þetta er Bojan. Hann hélt í trúna og fór ekki til Englands."

Þá hefur verið nokkuð rætt um að staða Frank Rijkaard hjá félaginu sé ekki eins sterk og hún var en Begiristain tekur fyrir það.

„Okkur líkar sú ímynd sem félagið hefur. Okkur líkar við Rijkaard og höfum áfram trú á honum," sagði hann og tók fyrir að hafa nokkru sinni hitt Mourinho á máli vegna stöðu knattspyrnustjóra Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×