Fótbolti

Cassano í fimm leikja bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cassano á erfitt með að hemja skap sitt.
Cassano á erfitt með að hemja skap sitt.

Antonio Cassano, sóknarmaður Sampdoria, hefur verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann af ítalska knattspyrnusambandinu. Auk þess þarf þessi þekkti vandræðagemlingur að borga sekt.

Cassano missti stjórn á skapi sínu í leik gegn Torino og lét reiðina bitna á dómara leiksins, Nicola Pierpaoli. Cassano fékk að líta rauða spjaldið og brást ókvæða við.

Hann kallaði dómarann ýmsum illum nöfnum auk þess sem hann kastaði treyju sinni og neitaði um tíma að yfirgefa völlinn.

Sampdoria ætlar ekki að áfrýja úrskurðinum heldur mun félagið þvert á móti bæta við sekt leikmannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cassano kemst í fréttirnar fyrir skapferli sitt.

Sampdoria er í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×