Fótbolti

Man Utd oftast í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert lið hefur komist oftar í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu en Manchester United sem komst áfram í níunda skiptið í gær með 1-0 sigri á Lyon.

Real Madrid getur jafnað þennan árangur í kvöld með því að leggja AS Roma að velli á heimavelli í kvöld.

Bayern München hefur einnig átta sinnum komist í fjórðungsúrslitin en er ekki meðal þátttökuliða í Meistaradeildinni í ár.

Þessi lið hafa oftast komist í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu:

Manchester United 9 sinnum

Real Madrid 8

Bayern München 8

Juventus 7

AC Milan 6

Barcelona 6

Inter 5

Valencia 4

Chelsea 4

Arsenal 4

Feitletruð liðin eiga enn möguleika á að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar í ár.

Liverpool og Porto geta unnið sér sæti í fjórðungsúrslitunum í ár og yrði það þá í fjórða skiptið hjá báðum félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×